Lýsing
KEESTAR GA-441
Heavy Duty Cylinder Bed Saumavél (Hólkbotn)
Einnar nála hólkbotna iðnaðarsaumavél sem hentar í saumaskap á þungu og þykku leðri, gúmmí, striga, plastefni og fleira. Söðlasmiðir nota þessa gerð af vélum við framleiðslu og viðgerðir á hnökkum, beislum og öðrum búnaði úr þykku leðri.
Kemur með 850W Servo-mótor með nálarstöðuskynjara og hraðastýringu. Samhæft efri og neðri færsla. Mjög gott pláss undir saumfleti sem auðveldar vinnu við stór og fyrirferðarmikil stykki. Kemur með loftknúna fótlyftu og bakkbúnað. Kemur með standard vinnuborði, en hægt er sérpanta íslenskt vinnuborð gegn aukagjaldi.
Fjölmargar gerðir fóta, nálarplatna, færslubúnaða og stýringa í boði (hafið samband við sölumann).
Eiginleikar:
~ Snúningshraði: 0 - 800/mín (hámarks snúningur)
~ Nálar: DYx3
~ Fótlyfta: 13 / 20mm (handvirk / hnjályfta)
~ Undirtvinnakefli: KSP-204N
~ Smurning: Hvit Olía 0 - Handvirkt (forðabúr ofan á vél)