Lýsing
BOMA BMA 2972
S k ó s m i ð a s a u m a v é l
Einnar nála skósmiða saumavél sem hentar í fleira en bara skósmíði.
Hentar vel í öll þung og þykk efni eins og til dæmis leður, gúmmí, striga
plastefni og fleira.Skósmiðir nota þessa gerð af vélum til viðgerða á skóm,
stígvelum, sandölum og fleira. Hentar einnig mjög vel í Brúðugerð og
bara hvar þar sem þarf að komast að i þröngum rýmum. Fóturinn snýst
360° og botninn er ekki nema 20 x 25mm við nálarstöðu.
Kemur án mótors, enda yfirleitt ekki þörf á því á þessari gerð véla, en
hægt er að fá LIXIN Servo-Motor við þessa vél. Hægt er að sérpanta
vinnuborð eða stand fyrir vélina (íslensk framleiðsla).
Eiginleikar:
~ Snúningshraði: 0 - 500/mín (hámarks snúningur)
~ Nálar: DPX17
~ Sporlengd: 1 - 7mm
~ Efnisþykkt: 10,5mm
~ Smurning: Hvit Olía 0 - Handvirkt
~ Nettóþyngd (án borðs): 28 kg.